Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Tryggvi Ingason formaður Félags sálfræðinga ræðir við Björn Þorláksson um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Það var samþykkt á síðasta Alþingi að niðurgreiða almennt sálfræðiþjónustu en fjármálaráðherra sagði þó fljótt enga fjármuni til slíks. Tryggi segir pólitískan vilja það eina sem þurfi og gagnrýnir að hann sé ekki til staðar.

Og enn eru sumar atvinnugreinar karlavígi. Af 265 rafvirkjum á Norðurlandi eru 6 konur. Í þættinum er rætt við tvær konur sem sinna rafmagninu nyrðra, þær Önnu Kristveigu Arnardóttur, rafeindavirkja, og Ingu Rakel Pálsdóttur, rafvirkja.

Og veðurspáin fyrir helgina er í stuttu máli þessi hjá Sigurði Þ. Ragnarssyni: Helgin einkennist af vindasömu veðri, vætu nyrðra en þurru veðri syðra. Þokkalega milt í kortunum