Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu mætir til Lindu Blöndal. Rætt er um hina miklu uppstokkun ráðuneyta og á hverju hún byggir. Sigurbjörg segir að eðlilegt sé að pólitíkin ráði skiptingu ráðuneyta frekar en fagleg svið hvers og eins.

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum og barátturkona segir frá því hvernig Strætó hefur innleitt kerfi sem sé ekki aðgengilegt þroskaskertu fólki.

Veðurspána fyrir helgina greinir Siggi stormur frá. En í stuttu máli er hún svona:

Það verður rólegt yfir veðrinu framan af helgi, bjart með köflum og vægt frost, en á sunnudag horfir til hvassviðris og vætu.