Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi segir að það yrði áfall fyrir flokkinn fá það fylgi sem ný könnun MMR bendir til eða rúmlega 20 prósent. – Álfheiður Eymarsdóttir oddviti Pírata í suður segir flokkinn meira en til í ríkisstjórn og gangi óbundinn til samninga.

Guðrún og Álfheiður mæta í viðtal til Lindu H. Blöndal

Halla Hrund Logadóttir er nýr orkumálastjóri og ræðir framtíðarsýnina og áskoranir í orkumálum við Sigmund Erni.

Verðurspáin fyrir morgundaginn er þessi:

Búist er við gulri viðvörun um allt land á morgun.
Í fyrramálið verður austan hvassviðri eða stormur víða um land, sísts þó norðaustan til. Snýst í norðvestan og vestan 20-28 m/s þegar líður daginn, fyrst sunnan til á landinu. Talverð rigning um land allt en hætt við slyddu á Vestfjörðum. Hiti 3-11 stig mildast syðst en svalast á Vestfjörðum.