Á fréttavaktinni í kvöld.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða telur verkefni þeim tengd færa Ísland í miðju alþjóðlegra samskipta.

Ólafur Ragnar er stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða eða Arctic Circle
Mynd/Hringbraut

Fjallað er um heimildamyndina Góða hirðinn sem fjallar um einn umtalaðasta bílhræjasafnaralandsins. Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarkona skoðar í nýrri mynd sinni um einn stærsti bílakirkjugarð landsins á Garðsstöðum í Ísafjarðardjúpi. Frumsýnd var nýverið heimildamyndin um fjölskylduna sem þar býr.

Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarkona
Mynd/Hringbraut

Arnar Dan leikari bjó til yfir hundrað nýja leiki heima með sonum sínum í sóttkví. Margrét Erla heimsækir Arnar og lærir bangsakast, herðatrjáaóróa, ryksguveiðistöng og að leika sér heima krefst ekki rándýrra leikfanga.

Stutt brot úr heimsókn til Arnars má sjá í spilaranum hér að neðan.

Margrét Erla heimsótti Arnar Dan
Mynd/Hringbraut

Fréttayfirlit dagsins er hjá Oddi Ævari Gunnarssyni og Lovísu Arnardóttur, blaðamönnum Fréttablaðsins.

Þáttinn má horfa á í heild sinni hér að neðan: