Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Þegar minnihlutahópar fá réttindi gerist það gjarnan að hatursöldur rísa. Samkynhneigðir einstaklingar hafa fengið óhuggulegar ofbeldishótanir undanfarnar vikur. Margrét Erla Maack fjallar um þetta í samtali við Þorbjörgu Þorvaldsdóttur formann Samtakanna '78.

Lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er algert forgangsmál segir nýr formaður Þroskahjálpar en úrlausnarefnin stór og mörg sem hafa ekki fengið athygli stjórnvalda í áraraðir.Nýr formaður Þroskahjálpark kemur í þáttinn, Unnur Helga Óttarsdóttir.

Geir Waage sóknarprestur í Reykholti lét nýlega af störfum fyrir aldurssakir. Kirkjustaðurinn var í mikill niðurníðslu þegar hann tók við sem prestur á staðnum. Siggi stormur kíkir í heimsókn til séra Geirs.

Og veðurspá helgarinnar er þessi:

Á morgun snýst vindur til suðaustan áttar með rigningu sunnan og vestanlands framan af degi og víða um land annað kvöld. Fremur milt verður í veðri.

Á laugardag verðum við milli úrkomukerfa en það verða leifar af úrkomu austan til á landinu. Sunnan og vestan til er hætt við skúrum um kvöldið. Hlýtt í veðri.

Á sunnudag verða yfirleitt fremur hægar norðlægar áttir með allnokkurri vætu en þurrt lengst af á norðurlandi. Hægt kólnandi veður.