Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra mætir til Lindu Blöndal en hann telur stærstu viðfangsefni stjórnmálanna ekki hafa fengið mikla athygli í kosningabaráttunni. Einnig hafi Viðreisn átt réttætt erindi með kosningamál sitt um að fá áheyrn Seðlabanka Evrópu um að tengja krónu evrunni með gagnkvæmum gengisvörnum.

Ófrískar konur í fíknivanda hafa í fá hús að venda til að hefja nýtt líf með félagslegri aðstoð og öryggi barnsins í fyrirúmi. Aðeins einn staður er starfræktur hér á landi, sérstaklega til að veita vanfærum konumí erfiðum aðstæðum skjól og stuðning skjól, en slík heimili þekkjast á öðrum Norðurlöndunum. Þetta er staðurinn Urðarbrunnur. Þar er Elísa­bet Ósk Vig­fús­dóttir ljós­móðir for­stöðu­kona en hún lagi til til sitt eigið fé til að kaupa íbúð þar sem hún býður konunum til búsetu, fræðslu og aðstoðar bæði fyrir og eftir meðgöngu. Nú þurfi hins vegar fé ef hægt á að vera að reka Urðarbrunn áfram.

Veðurspáin. Á morgun fimmtudag verða yfirleitt norðaustan 5-10 m/s en mun hvassara við suður og suðausturströndina. Rigning suðaustanlands, bjartviðri á Vestfjörðum og Snæfellsnesi annars fremur skýjað en þurrt. Hiti 5-8 stig á láglendi að deginum.