Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst: Héðinn Unnsteinsson

Ofgreiningar sjúkdóma í geðheilbrigðiskerfinu er hluti af alþjóðlegum vanda segir , Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar og að geðdeild hér á landi sé líkari fangelsi en spítala.

Héðinn mætir á Fréttavaktin á Hringbraut til Lindu Blöndal. Héðinn var áður sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í geðheilbrigðismálum og hefur starfað í stefnumótun í málaflokknum hjá stjórnarráðinu um langt árabil.

Í tímamótaskýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni frá í sumar er minnst í fyrsta skipti á mikilvægi þess að hverfa frá því að einblína eingöngu á sjúkdómsgreiningar og geðlyf sem að margra mati hefur leitt til ofgreininga.

Valgeir Ólafsson, kerfisfræðingur kemur í þáttinn en tölvupósturinn er eitt mikilvægasta og algengasta samskiptaformið sem fyrirtæki nota. Mikilvægt er að tryggja að óviðkomandi aðilar komist ekki inn í tölvupósthólf starfsmanna eða villi á sér heimildir. Margir hafa orðið fyrir þeirri vondu reynslu að gefa upp viðkvæmar upplýsingar eða millifæra háar upphæðir á falskan móttakanda.

Til að minnka líkur á sviksamlegum tölvupóstum og annarri misnotkun er ráðlagt að virkja svonefnda „tveggja þátta auðkenningu“ sem er einföld en örugg leið til að verja sig gegn tölvuþrjótum, segir Valgeir.

Sápubolti er hreinlegasta íþróttin sem stunduð er hér á landi og það er einungis á einum stað á landinu, Ólafsfirði - og andstætt við aðrar útiþróttir. Heyrum í Erni Elí Gunnlaugssyni, dómara og Heiðu Hlín Björnsdóttur, keppanda.