Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Ofbeldi gegn hryssum í blóðmerahaldi er litið mjög alvarlegum augum segir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun (MAST), Sigríður Björnsdóttir, og að öll gögn verði rannsökuð sem sýni obeldið gegn blóðmerum.

Aflýsa hefur þurft tónleikum og menningarviðburðum á Suðurlandi vegna slæms aðgengis að hraðprófum. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, menningarstjórnandi á suðurlandi, mætir til Lindu Blöndal og segir frá afdrifaríkum aðstöðumun á milli Höfuðborgar og landsbyggðar.

Umhverfisvænni jól þurfa ekki að þýða kollvörpun á hefðum, en litlar breytingar og meðvitaðar ákvarðanir eru lykillinn segja sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun, Ásdís Nína Magnúsdóttir og Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson.

Veðurspáin fyrir morgundaginn, miðvikudag er þessi:

Í nótt og fram að hádegi á morgun verða gular viðvaranir í gildi vegna vinda og hríðarveðurs um allt land nema um vestan og suðvestanvert landið.

Það verður minnkandi norðanátt á morgun, 3-10 m/s en 13-18 m/s austan til. Bjart veður á landinu sunnanverðu en stöku él norðaustan lands. Þykknar upp annað kvöld af suðvestri með éljum á landinu vestanverðu. Frost um allt land.