Á Fréttavaktinni í kvöld sýnum við viðtal við Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sem segir óboðlegt að Reykjanesbrautin hamli flugþjónustu í Keflavík og hefur kallað saman hópa aðila til að bregðast við komi upp sú  staða.

Sendiherra Íslands í Moskvu segir að heimsókn Selenski Úkraínuforseta til Washington í boði Bandaríkjaforseta muni ýta undir þá skoðun Pútíns og hans manna að Nató sé í raun í stríði við Rússland.

Bandaríkjaþing mun taka fyrir á morgun hvort svokallað Patriot eldflaugakerfið verði sent til Úkraínu sem yrði áhrifaríkasta langdræga vörnin og fær um að stöðva skotflaugar og stýriflaugar.

Jólin geta verið erfiður tími fyrir börn og maka virkra alkóhólista. Sáá hvetur almenning til að làta Neyðarlínuna vita ef öryggi er ógnað.