Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Nýtt lyf gegn Covid vekur vonir um að hægt verði að taka það til almennrar notkunar víða um heim, segir Magnús Gottfreðsson prófessor í smitsjúkdómafræði sem mætir til Lindu Blöndal

Það er vel hægt að byggja ódýrara leiguíbúðir á Íslandi, segir Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs sem hefur afhent 400 slíkar íbúðir. Pólitískan vilja og gott skipulag þurfa einfaldlega að fara saman.

Veðurspá Sigurðar Þ.Ragnarssonar er svona fyrir morgundaginn, miðvikudag:

Á morgun verða austan 5-10 m/s en 10-18 m/s við suðurströndina. Bjartviðri um vestan og norðanvert landið annars skýjað eða skýjað með köflum. Stöku skúrir eða él suðaustan til. Þykknar upp syðra síðdegis á morgun og hvessir annað kvöld með hvassviðri eða stormi syðst á landinu. Hiti 3-7 stig að deginum mildast sunnanlands.