Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Hvorki ríki né sum sveitarfélög hafa staðið við skuldbindingar sínar vegna NPA þjónustu sem var lögfest árið 2018. Þetta kemur fram í máli Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar, formanns NPA miðstöðvarinnar og Hjartar Arnars Eysteinssonar, lögfræðing og framkvæmdastjóra sömu stöðvar, í viðtali á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld.

Héraðsdómur hafnaði því að NPA þjónusta sem sveitarfélög bera ábyrgð á væri háð fjárframlögum frá ríkinu. Í mars hafnaði Héraðsdómur málflutningi Mosfellsbæjar í slíku máli. Manni sem hafði verið neita um þjónustuna hjá bænum voru einnig dæmdar miskabætur.

Ríki og sveitarfélög hafa togast á í þessum málaflokki og biðlistar hafa myndast.

NPA, sem stendur fyrir notendastýrðri persónulegri aðstoð felur í sér að fötluð manneskja getur valið hvar hún býr og með hverjum. Aðstoðarmanneskja fylgir henni í lífinu og aðstoðar við það sem þarf. Hinn fatlaði einstaklingur velur sjálfur aðstoðarmanneskjuna og hvernig hún vinni fyrir hann – það er grundvallaratriði í hugmyndafræði NPA, að fatlaður einstaklingur fái vald yfir sínu eigin lífi.

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins mætir til Margréti Erlu Maack – Brynhildur segir að Borgarleikhúsið muni ekki neina pinna uppí nasirnar á gestum.