Fréttavaktina má horfa á í spilarnum hér að ofan.

Njósnahneykslið í Danmörku er alvarlegt áfall fyrir norrænt samstarf, segir Bogi Ágústsson fréttamaður og fyrrverandi formaður Norræna félagsins á Íslandi, sem kveðst ekki muna eftir öðrum eins skandal.

Bogi Ágústsson mætir á Fréttavaktina
Mynd/Hringbraut

Helga Hákonardóttir, öryrki var að hálfu kerfisins skráð í sambúð með eldri alvarlega fatlaðri dóttur sinni þegar hún varð átján ára. Nú hefur kvíðinn tekið yfir eftir því sem styttist í að yngri dóttirin verði átján ára og talin til fullorðinna.

Helga Hákonardóttir
Mynd/Hringbraut

Fossvogsskóli er myglusagan endalausa. Ari Brynjólfsson blaðamaður og fréttastjóri hefur fylgst frá málinu frá upphafi. Eftir 500 milljóna viðgerðir Reykjavíkurborgar undanfarin tvö ár er skólahúsið enn ekki boðlegt skólastarfi. Nýjar myndir sem Fréttablaðinu barst af loftræstikerfinu í hluta skólans segir sína sögu. Skólinn verður ekki opnaður aftur í haust og á að fara í meiriháttar endurbætur á öllum skólanum, samkvæmt ákvörðun borgaryfirvalda.

Ari Brynjólfsson
Mynd/Hringbraut

Blaðamennirnir Lovísa Arnardóttir og Kristlín Dís Ingilínardóttir fara yfir helstu fréttir dagsins.

Blaðamennirnir Lovísa Arnardóttir og Kristlín Dís Ingilínardóttir
Mynd/Hringbraut