Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Talning á atkvæðaseðlum fór fram á talningarstöðinni í Borgarnesi vegna vafamála eftir þingkosningarnar. Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins fylgist með þingmönnum úr undirbúningsnefnd kjörbréfa í dag og sagði frá ástæðum þessa og framkvæmd.

Íslendingar eru ekki lélegir neytendur eins og oft er haldið fram heldur þurfa þeir betri stuðning til að leita réttar síns.

Spurt var á morgunverðarfundi í dag: Eru Íslendingar lélegir neytendur?

Fundurinn fjallaði um samkeppni og neytendavernd – hag neytenda og fyrirtækja

Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna mæta í þáttinn. Hann segir „neytendasmánun“ ekki eiga við enda séu íslenskir neytendur duglegir að leita réttar síns þvert á mýtur um annað.

Þátttakendur í fundinum auk Auðar og Breka voru Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR auk Daða Ólafssonar, sérfræðings hjá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu og Gylfa Magnússonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands

Hefur Ísland tapað á samskiptum sínum við umheiminn eða notið sérstaklega góðs af þeim? Svo er spurt í nýrri bók Baldurs Þórhallssonar prófessors um samskipti Íslands við umheiminn. Baldur mætir til Sigmundar Ernis í þáttinn.

Veðurspáin fyrir morgundaginn, miðvikudag er þessi:

Það verður verða norðvestan 10-18 sunnan og austan til, annars mun hægari. Bjartviðri um landið sunnan og vestanvert, en áfram dálítil él norðaustanlands. Hiti yfir frostmarki á láglendi.