Horfa má á Fréttavaktina í spilaranum hér að ofan

Ný og breytt lagaumgjörð vegna mansals og vinnuþrælkunar hér á landi er mikilvægt skref í þá átt að bregðast við sífellt flóknari brotum alþjóðlegra glæpagengja, segir Karl Steinar Valsson yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra.

Karl Steinar Valsson yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra.
Mynd/Hringbraut

Enn einn netsölurisinn hefur opnað gáttir sína fyrir Íslendingum. Rætt er um hinar björtu en einni dekkri hliðar netverslunar, Rakel Garðardóttir, stofnanda Verandi og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu reyna að svara þessu: Er netverslun blessun eða bölvun? Umhverfisvæn eða alger sóun?

Andrés Magnússon og Rakel Garðarsdóttir mæta saman á Fréttavaktina: Er netverslun blessun eða böl fyrir jarðarkringluna?
Mynd/Samsett/Valli/Anton Brink

Hugað er að gosinu í Geldingadölum sem rennur ofan Meradali og Nátthaga, en staðbundin veðurfarsleg áhrif þess eru talsverð, svo og umhverfisleg, því brennisteinssýran tærir húsþök Suðurnesjabúa. Sigurður Þ. Ragnarsson jarð-og veðurfræðingur er á Fréttavaktinni með þessa greiningu.

Sigurður Þ. Ragnarsson jarð-og veðurfræðingur
Mynd/Hringbraut