Á Fréttavaktinni heyrum við viðtal við Jemima Beukes namibískan blaðamann sem hefur fjallað um Samherjamálið þar í landi. Hún segir að íslensk yfirvöld haldi hlífiskildi yfir fyrirtækinu. Háttsett sendinefnd frá Namibíu hafi fengið einkennilegar viðtökur hér nýlega.

Við fjöllum um óvænt tíðindi úr verkalýðshreyfingunni en Drífa Snædal, forseti ASÍ sagði af sér í morgun öllum að óvörum. Drífa kemur til okkar en hún er ómyrk í máli og kallar samskipti Sólveigar Önnu formanns Eflingar andstyggileg.

Og þeir Sigmundur Ernir og Tómas Guðbjartsson fjalla um eina fegurstu og tilkomumestu gönguleið landsins, Lónsöræfi austan Vatnajökuls á Fréttavakt kvöldsins.