Formaður sjómanna og vélastjórafélags Grindavíkur segir að menn verði að vera jákvæðir vegna kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi en að samþjöppun kvótans sé áhyggjuefni og hlutirnir gerist nú hratt.

Kaupin á Vísi eru sönnun þess að þjóðin getur ekki beðið mikið lengur eftir breytingum, segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sem hefur ítrekað beðið um greiningu á umsvifum stórra útgerða í íslensku samfélagi.

Hún telur ekki líkur á að núverandi ríkisstjórn muni breyta neinu um samþjöppun í eignarhaldi í sjávarútveginum. Síldarvinnslan, sem er að stórum hluta í eigu Samherja, hefur keypt útgerðarfélagið Vísi í Grindavík á 31 milljarð króna.

Samkeppnisyfirvöld eiga eftir að leggja blessun sína yfir kaupin.

Fyrstu ljós­myndirnar í dag frá James Webb geim­sjón­aukanum markar upphaf nýrra tíma í stjarnvísindum, segir Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari sem mætir á Fréttavaktina og skýrir þessar mögnuðu myndir sem hafa nú borist mannkyninu.