Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan
Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:
Mikil óvissa verður áfram um hverjir séu réttkjörnir þingmenn eftir endurtalningu atkvæða og hvenær Alþingi verður starfhæft vegna mistakanna.
Nefndarmenn á þingi sem hefja nú rannsókn á málinu segja mikið af gögnum þurfa að berast áður sem niðurstaða fæst – og um hana verði eflaust ekki sátt.
Linda Blöndal hitti á Alþingi þingmenn sem starfa í svo nefndri undirbúningskjörfundarnefnd sem skilar svo vinnu sinni til kjörfundarnefndar – en snú nefnd verður skipuð sama fólki. Þingflokkar velja fulltrúa sína í nefndina eftir þingstyrk.
Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður en auk hans sem við heyrum í er Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar, Björn Leví Gunnarsson Pírati og Hanna Katrín Friðriksson sem er áheyrnarfulltrúi frá Viðreisn.
Veðurspáin fyrir helgina er í stuttu máli þessi
Það eru gular viðvaranir í gildi í kvöld, fimmtudagskvöld, á Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Annars verður helgin mun skaplegri með björtu veðri norðaustanlands.