Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan

Oddvitaumræður fyrir borgarstjórnarkosningarnar héldu áfram í kvöld með þeim Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins og Þórdísi Lóu Þórhalldóttur, oddvita Viðreisnar.

Um 70 prósent fatlaðra kvenna verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir hefur gefið út bækling með sinni sögu sem snertir á fordómum og ofbeldi gagnvart fötluðum. Margrét Erla talar við Steinunni Ásu og Diljá Ámundadóttur verkefnastjóra sem á unga stúlku með Down Syndrom.

Veðurspá fyrir morgundaginn:

Það er heldur óspennandi veðurspá fyrir morgundaginn.
Það nálgast úrkomusvæði úr vestri sem nær að dreifa úr sér sunnan og vestantil þegar líður að hádegi. Úrkomusvæðið nær norður yfir heiðar síðdegis. Úr þessu fellur rigning sunnan og suðvestan til en slydda eða snjókoma við Breiðafjörð. Það verður strekkingsvindur, fyrst af suðaustri en síðdegis og um kvöldið snýst vindur til norðlægrar áttar með snjókomu eða slyddu fyrir norðan en þá styttir upp syðra. Hitinn 1-7 stig að deginum, svalast á annesjum fyrir norðan.

Fréttavaktin er frumsýnd alla virka daga Kl.18.30 í opinni dagskrá.