Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan

Pólitískur jarðskjálfti ríður nú yfir íslenskt flokkakerfi, segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði eftir könnun Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í morgun. Fylgi sjálfstæðisflokksins mælist í sögulegu lágmarki.

Samkvæmt könnuninni tapar stjórnin 12 þingsætum. Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 40 prósent samanlagt. Fengju 26 þingmenn í stað 38 manns sem nú eru á þingi fyrir flokkana þrjá.

Mest tapar Sjálfstæðisflokkurinn, mælist með 18 prósent í stað 24.4 prósent í kosningunum í haust í fyrra. Tapar um sex prósentatölu fylgi og myndi fá fimm færri menn kjörna.

Framsókn tapar fimm prósentustigum í könnuninni, mælist með með 12.4 prósent sem þýddi fimm þingmönnum færra en sitja nú á þingi fyrir flokkinn

VG myndi fá þremur prósentstigum minna eða 9,6 prósenta fylgi.

Hins vegar eykst stuðningur aðallega við þrjá stjórnarandstöðuflokka. Samfylkingin fengi sex þingmönnum fleiri á þing og Píratar fimm mönnum meira. Báðir myndu sig sjö prósentustigum í fylgi. Viðreisn myndi bæta við einum þingmanni eða 1,5 prósentustigum.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði aðspurður um þessa niðurstöðu heimsklega nálgun að reikna út þingsæti í dag þegar aðeins eitt ár er frá kosningum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir slæma útkomu ríkisstjórnarinnar í könnuninni eiga ekki að koma neinum á óvart þar sem nú blási hressilega um ríkisstjórnina. Rætt er við fleiri forystumenn á þingi á Fréttavaktinni.

Fjöldi kvenna hefur látið taka úr sér sílikonbrjóstapúða út af alvarlegum aukaverkunum. Margrét Erla ræðir við konu sem lét fjarlægja sílíkonpúða í brjóstum sínum og aðra unga konu sem er á leiðinni í slíka aðgerð. Ásta Erla Jónasdóttir og Guðbjörg Halldórsdóttir mæta í þáttinn.

Vorboðinn ljúfi, Júróvisjón, er handan við hornið. Nína Richter segir frá hvað er í nýjasta júróþættinum sem hún stýrir ásamt Ingunni Láru Kristjánsdóttur og þær birta á vef Fréttablaðsins – frettabladid.is

Veðrið á í kortum Sigga Storms er svona :

Veður breytist lítið á milli daga. Hann verður suðvestanstæður, yfirleitt hægur en þó strekkingur á Vestfjörðum. Fremur skýjað og hætt við stöku súldardropum á vesturhelmingi landsins en yfirleitt þurrt og bjart með köflum á austurhlutanum. Hiti 5-13 stig að deginum, hlýjast austan til.

Fréttavaktin er frumsýnd alla virka daga Kl.18.30 í opinni dagskrá.