Fréttavaktina í kvöld má sjá í spilaranum hér að ofan

Stjórnvöld axla ábyrgð á annmörkum bankasölunnar með því að láta Ríkisendurkoðun í málið og leggja Bankasýsluna niður, segir Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson segir fjármálaráðherra vera aðalhönnun sölunnar. Jóhann Páll situr í Efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis en Óli Björn var formaður sömu nefndar á síðasta kjörtímabili.

Þegar móðir Ingibjargar Rósu Björnsdóttur fékk Alzheimers gerði Ingibjörg sér grein fyrir því að hér á landi vantaði vörur til að auðvelda fólki með verkstol og skerta hreyfigetu - og Ingibjörg tók til sinna ráða.

Skógarböðin, eru ein stærsta framkvæmd í Eyjafirði síðustu árin - við förum þangað í þættinum en Helgi tíðindamaður Fréttavaktarinnar fékk að kíkja á böðin sem opna innan tíðar. Helgi hittir þar Tinnu Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra.

Veðrið á morgun, sumardaginn fyrsta verður harla gott eins og sést í kortum Sigga storms.

Hægur vindur af austri en þó 8-13 m/s syðst. Víða léttskýjað á fyrir norðan, annars þungbúnara og þurrt að kalla sunnan og vestan til og þokuloft við austurströndina. Hitinn, 8-15 stig á láglendi, hlýjast í norðaustanlands.