Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan

Óskar Hallgrímsson, ljósmyndar, búsettur í Kænugarði heimsótti bæinn Bucha í Úkraínu í gær. Hann segir að íbúar hafi verið skotnir eftir að þeir voru látnir grafa eigin gröf. Engar vonir séu um frið. Björn Þorláksson er í sambandið við Óskar í þættnum.

Íslendingar eiga að nota tækifærið og læra af óviðurkvæmilegum ummælum innviðaráherra og málinu er ekki lokið segir Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar og Þóra Katrín Kristinsdóttir efnafræðingur sem þekkir sjálf fordóma vegna litarháttar síns.

Sundkennsla Dýrleifar Skjóldal eða Dillu fyrir norðan hefur notið vinsælda í aldarfjórðung. Á afmælisári sundfélagsins vill bærinn hins vegar láta loka lauginni í sparnaðarskyni.

Veðurspá morgundagsins hjá Sigga stormi er keimlík deginum í dag eða norðlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Stöku él verða allra norðaustast og austast og einnig á Vestfjörðum, annars bjartviðri á landinu. Hiti nálægt frostmarki með ströndum að deginum og mun kaldara til landsins. Talvert frost í nótt.