Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan.

Úkraína er í því hlutverki nú að þurfa að verja alla heimsbyggðina fyrir þriðju heimsstyrjöldinni. Þetta segir Mykola Volkivskyi. úkraínskur alþjóðastjórnmálafræðingur í Varsjá. Björn Þorláksson sem var ytra ræddi við Volkivskyi.

Kolbrún Halldórsdóttir formaður leikstjórafélagsins og fyrrverandi þingmaður VG og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræða um heiðurslaun listamanna sem þingmaðurinn vill leggja af. Elín Hirst ræðir við þau.

Eyþór Harðarson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum segist leitast eftir sáttum eftir klofning hægri manna í bænum. Sigmundur Ernir var ferð í Eyjum og hitti Eyþór.

Ingunn Lára Kristjánsdóttir og Helena Rós Sturludóttir, blaðamenn á Fréttablaðinu fara yfir fréttir dagsins með Margréti Erlu Maack.

Og hún er fremur kuldaleg veðurspáin hjá Sigga stormi:

Snjómugga verður í höfuðborginni í kvöld. En vorkoman tekur sér semsagt hlé út vikuna. Hann er lagstur í norðlægar áttir sem eiga uppruna sinn í Norður-Íshafi. Él verða norðanlands og austan en samfeldari snjókoma þar annað kvöld. Annars úrkomulítið og bjart með köflum. Frost 0-8 stig.