Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan

Miklar umræður urðu á Alþingi um bankasöluna og forsætisráðherra og fjármálaráðherra vægðarlaust gagnrýnd fyrir framkvæmdina við upphaf þingfundar í dag. Við sjáum brot úr upphafi umræðna á Alþingi seinni part dags.

Mikil reiði er meðal nefndarmanna í fjárlaganefnd í garð bankasýslunnar fyrir að boða óvænt forföll á opinn fund nefndarinnar í morgun. Elín Hirst fór niður á Alþingi og ræddi við Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þingmann VG og formann fjárlaganefndar þingsins en einnig þær Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins sem sitja í sömu nefnd.

Sigur Macrons í frönsku forsetakosningunum er mikill léttir fyrir leiðtoga Evrópusambandsins, stríðið í Úkraínu hefur áreiðanlega haft áhrif á niðurstöðu kosninganna segir Torfi Tulinius prófessor við Háskóla Íslands. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir sem situr í stjórn Alliance Francaise – var á Fréttavaktinni ásamt Torfa. Hún segir línur skýrast í næsta mánuði í þingkosningum í Frakklandi.

Veðrið á í kortum Sigga Storms:

Hann mun blása af suðvestri eða vestri, 3-8 m/s. Það verður skýjað og hætt við lítilsháttar súld á víð og dreif. Hitinn 6-12 stig að deginum, hlýjast fyrir austan.

Fréttavaktin er frumsýnd alla virka daga Kl.18.30 í opinni dagskrá.