Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samylkingarinnar segir fyrsta kost eftir kosningar að ræða við flokka í núverandi meirihluta, haldi þeir fylginu. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins segir borgarlínu verða breytt komist flokkurinn til valda.

Bæði besti vinur og faðir Önnu Margrétar Bjarnadóttur tóku eigið líf. Hún hefur nú skrifað bókina Tómið eftir sjálfs­víg: Bjarg­ráð til að lifa með sorginni. Sigmundur Ernir ræðir við Önnu Margréti.

Helgi Jónsson, tíðindamaður okkar fyrir norðan fer a slóðir séra Friðriks í Svarfaðardalnum.

Veðurspá morgundagsins í kortum Sigga Storms

Hann blæs víðast af austri eða norðaustri, 5-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum síðdegis. Rigning syðra, en rigning eða slydda norðan til og sumstaðar snjókoma allra norðaustast og til fjalla. Hiti 1-8 stig að deginum, mildast sunnan heiða.

Fréttavaktin er frumsýnd alla virka daga Kl.18.30 í opinni dagskrá.