Blaðamennirnir Kristinn Páll Teitsson og Helena Rós Sturludóttir fara yfir helstu tíðindi dagsins.

Ný þjóðarhöll mun rísa á næstu árum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist fagna því að löngu tímabærar framkvæmdir í Laugardalnum verði loks að veruleika.

Konu sem sagt var upp störfum hjá Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri í nóvember 2021 vegna þess að hún afþakkaði bólusetningu gegn Covid-19 segist þakklát fyrir að málinu sé loks lokið. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudaginn.

Loftmengunargildin í Reykjavík eru vanalega undir 20 stigum en slógu í 190 stig í síðustu viku. Hvað veldur? Hverju eru við að anda að okkur og hversu hættulegt er það? Rætt verður við helsta sérfræðing landsins ì loftgæðum í þættinum.

Íslenska taðið er svo kísilríkt að hægt er að gera glæsilega leirmuni úr því. Fréttavaktin ræðir við listakonu sem er jafnframt ísaldarjarðfræðingur.

Stofnendur íslenskrar fataleigu, sem sérhæfir sig í leigu á sparifötum á netinu,  segja það enn of ríkt í okkur að vilja eiga alla hluti, jafnvel þó við notum þá bara einu sinni.

Fréttavaktin er alltaf á sínum stað á Hringbraut klukkan 18:30 í opinni dagskrá eins og allt annað efni stöðvarinnar. Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í fullri lengd.