Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Bubbi Morthens fer yfir líf listamannsins á sóttkvíartímum sem sér væntanlega fyrir endan á í næsta mánuði.

Friðrik Agni var búinn að sækja um 40 störf án þess að fá svar en þegar hann tók myndina af sér úr umsókninni fóru hjólin að snúast. Hann mætir til Margrétar Erlu Maack.

Tugir minja eru nú á nýju safni um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem nýlega opnaði á Húsavík. Við sjáum þetta safn og heyrum í þeim sem helst vita um það.

Og veðurspáin er þessi:

Á morgun, fimmtudag blæs af norðri eða jafnvel breytileg átt, 5-10 m/s og víða dálitlar skúrir eða slydduél með morgninum. Annars úrkomulítið og bjart með köflum, en yfirleitt léttskýjað suðaustanlands. Hiti 2-8 stig að deginum, mildast syðst.