Á Fréttavakt kvöldsins er rætt við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs sem segir unnið dag og nótt að því í Ráðhúsinu að finna lausn á leikskólamálum. Nýjar tillögur verða lagðar fram á fundi borgarráðs á fimmtudagsmorgun.

Til stendur að ráða sérstaka landverði til að sinna vinnu við Meradali vegna eldgossins og hefur ráðuneytið gefið grænt ljós á ráðningar. Við tókum stöðuna á gosstöðvunum í dag.

Netárásir færast í aukana, skipulögð glæpastarfsemi leggur gildrur fyrir grunlaust fólk á netinu. Fórnarlömb upplifa mikla skömm og veigra sér við að tilkynna málin.

Við fjöllum um brauðtertuna sem er hluti af þjóðarsálinni. Erla Hlynsdóttir stendur fyrir brauðtertukeppni þar sem þemað er að sjálfsögðu eldgos.