Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Leigjendasamtökin hafa verið endurvakin, stjórnarmenn þeirra segjast vilja breyta umræðunni um fasteignamarkaðinn, skýrar reglur verði setta um leigumarkað og að þak verði sett á leigurverð. Vilborg Bjarkadóttir, formaður stjórnar samtakanna og Guðmundur Arngrímsson stjórnarmaður mæta til Lindu Blöndal

Nýr forseti Golfsambandsins stefnir að því að fjölga kvenkylfingum til muna og laða yngra fólk að íþróttinni. Hún segir reglulega golfiðkun lengja líf fólks um fimm ár. Hulda Bjarnadóttir er fyrst kvenna til að verða formaður sambandsins. Sigmundur Ernir ræðir við Huldu.

Ævisaga öflugasta sjómanns á 19. Öldinni er að finna í bókinn Hákarla-Jörundur. Rætt er við sagnahöfundinn fyrir norðan, Friðrik G. Olgeirsson, sagnfræðing.

Veðurspáin fyrir helgina er þessi:

Á morgun föstudag verður yfirleitt suðvestan átt á suðurhelmingi landsins, 3-10 m/s með stöku skúrum sunnan og suðvestan til. Allhvöss norðvestan átt á Vestfjörðum og norðvestan til með snjó eða slydduéljum. Þurrt og fremur bjart austanlands. Hiti 0-5 stig og fer kólnandi.

Á laugardag eru horfur á sólríku veðri með stífum vindi og köldu veðri. Norðan 8-15 m/s, hvassast austanlands. Bjartviðri en skýjað og stöku él á norðaustanverðu landinu. Hiti við frostmark en talsvert frost til landsins.

Á sunnudag eru horfur á fremur stífri suðvestan átt, víðast 8-13 m/s með hlýnandi veðri. Fer að snjóa aðfararnótt sunnudagsins, fyrst vestan til en þróast yfir í rigningu með morgninum. Þurrt á landinu austanverðu lengst af. Hiti 3-7 stig síðdegis.