Afstaða Íslendinga til loftslagsmála hefur tekið stakkaskiptum á einum áratug. Landsmenn vilja að gripið verði til markvissari aðgerða í baráttunni við vána sem vofir yfir.

Slökkviliðið brýnir fyrir fólki og fyrirtækjum að gæta að byggingum og brjóta frá niðurföllum í kvöld. Búist er við asahláku í nótt og gulri viðvörun um allt land á morgun.

Á morgun fer fram stórleikur íslands og svíþjóðar á HM í handbolta. Ísland verður að sækja stig í leiknum ætli það sér verðlaunasæti á mótinu að mati sérfræðinga.

Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga klukkan 18:30 á Hringbraut, frettabladid.is, dv.is og hringbraut.is. Þáttinn í fullri lengd má sjá hér að neðan.