Kristrún Frostadóttir tilkynnti áðan að hún byði sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Í viðtali við Björn Þorláksson á heimili hennar segir Kristrún að fólkið í landinu vilji breytingar, samstöðupólitík. Hún sé reiðubúin til að gegna stöðu fjármálaráðherra, jafnvel forsætisráðherra ef sú staða kemur upp. Kominn sé tími fyrir nýja kynslóð.

Nína Richter og Björk Eiðsdóttir ræða helgarblað Fréttablaðsins á morgun og meira í þætti kvöldsins sem má horfa á hér að neðan í heild sinni.