Helena Rós Sturludóttir fékk til sín þau Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræði og Arnar Svein Geirsson formann Leikmannasamtakanna og mannauðsstjóra og fóru þau yfir fréttir vikunnar. Þar báru hæst kosningar í Bandaríkjunum, úrslit Landsfundar Sjálfstæðisflokksins, treyjumál KSÍ og brotthvarf Svala.

Nína Richter fer yfir helgina framundan, Helgi Jónsson heimsækir Leikfélag Fjallabyggðar og Birna Dröfn segir frá helgarblaði Fréttablaðsins.