Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan
Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:
Kosið verður um hvernig ríkisstjórn eigi að taka við á næsta kjörtímabili, segja frambjóðendur Viðreisnar og Samfylkingar sem segjast ekki eiga samleið nema að að takmörkuðu leyti og flokkarnir tveir séu ósammála um aukna skattlagningu.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi í suðvesturkjördæmi og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og oddviti í Reykjavík norður ræða hjá Lindu Blöndal, kosningarnar eftir tvær vikur, málefnin, samleið flokkanna og möguleika á ríkisstjórnarmyndunum með metflokka á þingi miðað við kannanir undanfarið.
Veðurspá Sigga storms er þessi:
Helgarveðrið verður tvískipt. Hægviðri á laugardag með einhverri vætu og svo fáum við leifar af fellibylnum Harry á sunnudag.