Fréttavaktina má horfa á í spilaranum hér að ofan

Fréttavaktin í kvöld, þriðjudaginn 8.júní

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn vera klettinn á miðju íslenskra stjórnmála á meðan aðrir flokkar færist til vinstri. Hann sé einu flokkurinn sem þori að taka á viðkvæmum málum.

Sigmundur Davíð er gestur á Fréttavaktinni í kvöld
Mynd/Hringbraut

Þegar börn öryrkja verða átján ára skerða tekjur þeirra kjörin á heimilinu. Við segjum sögu Hildar Oddsdóttur, en sonur hennar óttast, mömmunnar vegna, að fá of mikla vinnu.

Ný verslunarmiðstöð, Norðurtorg, hefur verið opnuð í sögufrægu iðnaðarhúsnæði á Akureyri, nyrst í bænum, en þar með hefur Glerártorg fengið hressilega og mikla samkeppni.

Og Oddur Ævar Gunnarsson, blaðamaður og Ari Brynjólfsson, fréttastjóri fara yfir tíðindi dagsins á innlendum og erlendum vettvangi.