Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Nýtt félag fyrir minni og meðalstór fyrirtæki og einyrkja - Atvinnurekendafjelagið - hefur tekið til starfa. Stjórnarkonur þar segja það málsvara hins þögla meirihluta atvinnulífsins og verði vonandi stærsta afl atvinnulífsins. Þær mæta til Lindu Blöndal á Fréttavaktina þær Auður Ýr Helgadóttir lögfræðingur og Helga Guðrún Jónasdóttir samskiptastjóri.

Bann við lausagöngu katta á Akureyri er mjög umdeild samþykkt í bæjarstjórninni. Rætt er fyrir norðan við bæjarfulltrúi Samfylkingar, Hildi Jönu Gísladóttur og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Gunnar Gíslason. Tillagan var ekki samþykkt á flokkslínur í bænum.

Veðurhorfur í kortum Sigga storms eru þessar:

Það er horfur á rigningu eða slyddu um mest allt land á laugardaginn með strekkingsvindi. Bjart verður með köflum syðra á sunnudaginn.