Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26 – sú 26. sem er nú haldin hófst formlega í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna eru í Glasgow á ráðstefnunni og eru í sambandi þaðan og ræðir Elín Hirst við þær um horfur mála þar.

Frásagnir af slæmu ástandi á bráðamóttökunni hafa borist undanfarna daga Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðmóttöku Landspítala mætir til Lindu Blöndal og lýsir því sem þar er á ferð.

Fjölskylda fyrir norðan tekur hrekkjavökuna alla leið heim fyrir börnin og á léttu nótunum. Við hittum tvær mæður og drengina þá Róbert Darra Hafþórsson, „böðul“ og „beinagrindurnar“ þá Daníel R. Arnarsson og Helga Frey Hafþórsson. Með í heimapartíinu er sá yngsti líka, Óliver Máni sem lét vera að leggja orð í belg.

Veðurspán fyrir morgundaginn, þriðjudag:

Norðanáttir verða ríkjandi á landinu, yfirleitt 5-13 m/s en hvassara á stöku stað suðaustan og austan til. Bjartviðri um sunnan og vestanvert landið en dálítil él norðanlands og austan. Hiti um eða undir frostmarki.