Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallar eftir farsóttarstofnun á Íslandi og segir ekki hægt að reiða sig á hjálp einkaframtaksins til eilífðar.

Við getum lært heilmargt af samskiptum annara þjóða gagnvart dauðanum, segir Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona sem missti ungan son sinn - hún syngur um dauðann á föstudagskvöld.

Suðvesturhornið hefur vinninginn í veðrinu þessa helgina. Þar verður að jafnaði bjartast og mildast, samkvæmt verðurpsá Sigga Storms eins og vanalega er flutt fyrir næstu daga á fimmtudagskvöldum.