Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Ingunn Lára Kristjánsdóttir fréttamaður er stödd fyrir norðan þar sem aurskriður ógna mönnum og dýrum. Hún segir þessar náttúrhamfarir geta orðið nýr veruleiki sem við gætum þurft að búa við.

Eldgosið í Geldingadölum er ákveðin vísbending um að mörg hundruð ára hrina jarðhræringa sé hafin á Reykjanesskaga með gosum nálægt byggð, segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.

Illukot er Gallerý í Þistilfirði. Sigríður Jóhannesdóttir er bóndi á Gunnarsstöðum og býr þar með manni og börnum. En í sumar opnaði hún gallerý í túninu heima, þar sem er að finna listmuni og einnig framleiðir hún stórmerkilegar sápur úr íslensku kindinni.

Veðurspáin fyrir þriðjudag: Á morgun verða norðlægar áttir á landinu 5-10 m/s en austan 8-13 allra syðst. Rigning með suðurströndinni, stöku él norðaustan og austan til annars skýjað og þurrt. Hiti 2-8 stig, mildast syðst en svalast fyrir norðan.