Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta:

Hertar samkomureglur munu ekki hafa teljandi áhrif á jólaverslun eða aðgengi í búðir segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu – Stærsta áskorun íslenskra kaupmanna er hins vegar erlendir útsöludagar og netverslanir.

Vilborg Jónsdóttir, formaður Parkinson samtakanna segir miklar vonir b undnar við nýja miðstöð fyrir parkinssonsjúka sem verður opnuð á nýju ári.

Og Akureyringurinn Kristinn G Jóhannsson listamaður hefur stundað listina í sjö áratugi og fagnar 85 ára afmæli sínu í dag – við hittum á afmælisbarnið fyrir norðan.

Veðurspáin fyrir morgundaginn, miðvikudag er þessi:

Hann verður yfirleitt austlægur á morgun, strekkingur allra syðst og sumstaðar vestan til annars hægur. Víðast bjartviðri en skýjað og stöku él allra norðaustast. Frost 0-8 stig en þó frostlaust við suðurströndina að deginum.