Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Aukning hefur orðið á málum vegna kynferðislegrar áreiti á vinnustöðum, segir lögmaður sem vinnur við slík mál. Dómstólaleiðin sé fátíð. Linda Blöndal talar við Ingu Björg Hjaltadóttur lögmaður hjá Attentus ráðgjafafyrirtæki sem hefur vottun frá Vinnueftirlitinu til að vinna úr slíkum málum. Nýlegur hæstarréttardómur hafi skýrt slík mál þar sem ekki má segja upp meintum geranda nema að undangenginni útttekt.

Menning er lýðheilsumál, segir Bragi Valdimar Skúlason sem heldur í vonina um jólatónleikahald með hraðprófum í desember. Bragi Valdimar talar við Margréti Maack um íslenskuna sem nánast heilbrigðismál.

Við verðum að geta talað íslensku við tækin okkar eigi hún að standast samkeppni við önnur tungumál, segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms. Á degi íslenskrar tungu fjöllum við um verkefnið „Reddum málinu“.

Veðurspáin fyrir morgundaginn, miðvikudag:

Í fyrramálið verður hvöss norðvestan átt á landinu norðaustanverðu en lægir smám saman. Vaxandi suðaustan átt, 8-13 m/s þegar líður á morgundaginn og úrkomulítið. Fer að snjóa seint annað kvöld um landið sunnan og suðvestanvert. Hiti um eða undir frostmarki.