Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Ísland skilar auðu á loftslagráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, segir Auður Anna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og í máli forsætisráherra hafi engin ný áform ríkisstjórnarinnar komið fram. Katrín Jakobsdóttir hélt stutt ávarp á ráðstefnunni í dag.

Átök innan Eflinga snúast ekki um málefni eða stefnu heldur stjórn skrifstofunnar sem er gríðarlega mikilvægur hluti verkalýðsfélaga, segir Guðmundur Hálfdánarsson, prófessor við HÍ og sagnfræðingur. Og um bið þess að Alþingi verði sett – og ákveðið endanlega hverjir sitja þar – segir Guðmundur helst vera til óheilla framtíðarráðstöfun ríkisfjármuna. Fjárlagafrumvarið kemur seinna fram en ella.

Lömunarveikinni hefur verið útrýmt í Afríku og finnst aðeins í tveimur löndum Asíu, þökk sé Rótarý-hreyfingunni hér heima og erlendis. Sveinn Hannesson Rótarý-félagi mætir til Sigmundar Ernis.