Tímamót verða í borgarstjórn á morgun þegar Alexandra Briem, fyrsta transkonan, sest þar á forsetastól. Hún segist hafa fórnað áratug í efasemdir um kynleiðréttinguna. Hún mætir á Fréttavaktina.

Alexandra telur stöðu sína til marks um hve lang Ísland er komið í málefnum transfólks
Mynd/Hringbraut

Átröskun er afleiðing áfalla og hefur áhrif á alla aðstandendur sjúklingsins, segir Elín Vigdís Guðmundsdóttir, lög- og mannfræðingur sem nýverið stofnaði samtök um átröskun og Margrét Erla Maack fær að vita meira.

Elín Vigdís Guðmundsdóttir hefur stofnað ný samtök um átröskun
Mynd/Hringbraut

Oddur Ævar Gunnarsson, blaðamaður segir allsendis óvíst hvort Daði og Gagnamagnið geti farið á svið í undankeppni evrópsku söngvakeppninnar á fimmtudagskvöld eftir að smit kom upp í hópnum í Rotterdam. Oddur Ævar fylgist með stóru sem smáu á vettvangi Evróvisjón fram að keppninni.

Oddur Ævar fylgist grannt með fréttaflutningi af Evróvisjónkeppninni í Hollandi
Mynd/Hringbraut

En við byrjum á fréttayfirliti dagsins með þeim Ingunni Láru Kristjándóttur, blaðamanni og Jóni Þórissyni, ritstjóra Fréttablaðsins.

Þáttinn í heild má sjá í spilarnum hér að neðan: