Fréttavaktina má horfa á í spilaranum hér að ofan

Innrás herliðs Pútíns í Úkraínu hefur áhrif á varnar- og öryggismál Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar takast á um málið.

Vöggustofumálið heldur áfram. Kristín R. B. Fjólmundsdóttir, formaður Thorvaldsens félagsins sem gaf Reykjavíkurborg húsnæðið undir vöggustofuna við Dyngjuveg telur nauðsynleg að öll kurl komi til grafar í málinu, enda hafi borgin borið ábyrgð á rekstri heimilisins. Elín Hirst fjallar um málið.

Helstu reimleikana er ekki að finna í frægum húsum landsins heldur í heimahúsum, í kvöld hefst nýr þáttur hér á Hringbraut – Draugasögur - og við ræðum við umsjónarfólk hans, þau Stefán John Stefánsson og Katrín Bjarkadóttir

Veðurspá Sigga storms er þesssi:

Það dregur úr mestu látunum í veðrinu með kvöldinu en þá snýst vindur til allhvassrar suðvestan áttar vestan til á landinu með skúrum og síðar éljum.

En á morgun verður allhvöss og á köflum hvöss suðvestan átt með myndarlegum éljaklökkum og dimmum éljum, sunnanlands og vestan. Bjartviðri á norðaustur- og austurlandi. Kólnandi veður og frystir.