Á frétta­vaktinni í kvöld er það helst að Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra segir að það verði að taka mark á þeirri rök­studdu til­finningu hjá al­menningi að fyrir­tækin í sjávar­út­vegi leggi ekki fram til sam­neyslunnar sem skyldi. Björn Þor­láks­son frétta­maður ræðir við Svan­dísi.

For­kólfar stór­iðjunnar á Ís­landi leita nú grænna lausna í æ ríkari mæli og stefna á kol­efnis­hlut­leysi á næstu árum. Sig­mundur Ernir fjallar um málið.

„Hún er utan af landi og við eru báðar frá­skildar," segir maðurinn á bak við ný­krýnda drag­drottningu Ís­lands sem Margrét Erla Macck ræðir við.

Farið verður yfir fréttir dagsins að venju með blaða­mönnum Frétta­blaðsins, þeim Guð­mundi Gunnars­syni og Helenu Rós Sturlu­dóttur. Til um­ræðu verður meið­yrða­mál sem Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veður­guð höfðaði vegna um­mæla í sinn garð, en dómurinn féllst ekki á að um meið­yrði væri að ræða.

Við ræðum á­hyggjur af vaxandi verð­bólgu og vöru­verð sem er að hækka um allan heim, en Ís­lendingar eru farnir að finna vel fyrir þessum verð­hækkunum. Bann við olíu­kaupum frá Rúss­landi vegna Úkraínu­stríðsins og Co­vid far­aldurinn skapa afar erfiðar að­stæður í hag­kerfum um heim allan.

Frétta­þulur kvöldsins á Frétta­vaktinni í opinni dag­skrá á Hring­braut klukkan 18:30 er Elín Hirst.