Hér að ofan í spilaranum má horfa á Fréttavaktina.

Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, segir að rökstuddur grunur um glæp verði að vera á bak við víðtækari heimildir lögreglu til að fylgjast með fólki hér á landi eins og boðað er í nýju frumvarpi en í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að slíku frumvarpi til umsagnar fyrir þá sem vilja senda inn athugasemdir. Hann segir það misskilning að slíkt þurfi ekki en lögreglan ákveður þó ein og sjálf hvað sé rökstuddur grunur og þarf ekki að bera undir annað vald til að meta hvort slíkur grunur er til staðar. Jón leggur þó áherslu á eftirlitsnefnd lögreglu sem var sett á fót fyrir nokkrum árum síðan.

Fatlaðir upplifa takmörkuð tækifæri á vinnumarkaði segir starfsmaður þroskahjálpar, Sara Dögg Svanhildardóttir í samtali við Sigmund Erni.

Siggi stormur fer yfir helgarveðrið í lok þáttarins: Á morgun verður allhvasst eða hvasst víða um land en um helgina verður vindur hægari. Besta veðrið verður á Norðurlandi um helgina.