Fréttavaktina á Hringbraut á horfa á í spilaranum hér að ofan

Í þættinum er þetta:

Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, leitar til einka­aðila til létta undir með gjörgæslu Landsspítalans – verið að semja við Klíníkina í Ármúla sem sendi strax í morgun bæði hjúkranarfólk og lækna, alls fjóra til gjörgæslunnar. Sigmundur Ernir ræðir heilbrigðispólitíkina við Svandísi.

Linda Blöndal fær til sín sérfróðar konur um málefni Afganistans. Þær Brynju Dögg Friðriksdóttur kvikmyndagerðarkonu og Magnea Marinósdóttir er alþjóðastjórnmálafræðing.

Talibönum var komið frá völdum í Afganistan árið 2001 og eftir 20 ár af stjórn landsins með stuðningi Bandaríkjahers og Breta hafa þeir náð landinu á vald sitt á ný.

Fólk flýr nú frá Afganistan, ringulreið er á flugvellinum í Kabúl og óttasegnir íbúar sjá merki þess nú þegar að Talibanar eru komnir aftur.

Magnea er alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum. Hún starfaði árið 2006 til 2007 í Ghor héraði (nálægt Herat) í Afganistan sem þróunar-, mannúðar- og jafnréttisráðgjafi Endurreisnarteymis fjölþjóða öryggissveita Atlantshafsbandalagsins / NATO á vegum Friðargæslu Íslands.

Brynja Dögg vann á vegum Íslensku friðargæslunnar hjá NATO í Afganistan í frá janúar 2018 til janúar 2019 sem upplýsingafulltrúi.

Starf Brynju fólst í því að gera myndbönd fyrir samfélagsmiðla Resolute Support Mission og NATO, um ýmis verkefni, m.a. þjálfun Bandaríkjanna og NATO þjóðanna í landinu.

Báðar hafa enn tengsl við íbúa í landinu.