Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan.

Það er hægt að hjálpa flóttamönnum heilmikið með því að gefa föt, bjóða fram húsnæði og bjóða í mat, segir hin úkraínska Ilona Óttarsson sem ver öllum sínum frítíma í sjálfboðastörf fyrir landa sína á flótta. Margrét Erla Maack talar við Ilonu.

Þegar upp er staðið er Evrópa stærsta puðurtunna heims segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur sem ræðir nýja heimsmynd eftir innrás Rússa.

Það var mikil hræðsla, ótti, myrkur og einmanaleiki, segir Einar Þór Jónsson, formaður HIV samtakanna, um það þegar hann steig fram árið 1990 sem HIV jákvæður einstaklingur. Hann hlaut heiðursmerki samtakanna 78 liða helgi.

Veðurspá Sigga storms: Nú siglir landinn inn í hlýindakafla með tilheyrandi hláku. Á morgun verður víðast allhvöss og sumastaðar hvöss suðaustan og austan átt, 8-18 m/s. Rigning sunnan og vestan til, snjókoma eða slydda framan af degi á Vestfjörðum en úrkomulítið norðanlands. Hiti 1-6 stig, mildast sunnan heiða.