Helgi Björns og framkvæmdastjóri Innipúkans um helgina, Ásgeir Guðmundsson mæta til Elínar Hirst og rifja upp gleði fyrri tíma og það sem framundan er hjá þeim um þessa stóru helgi. Helgi syngur afmælissönginn fyrir Ásgeir.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er í sambandi. Búslóðaflutningar í fullum gangi inní dal voru í gær og morgun. Uppsöfnuð þörf eftir 2ja ára hlé á Þjóðhátíð er mikil. Linda Blöndal var í sambandi við Íris.

Og um helgina er haldin tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði, en hún fór fyrst af stað árið 1999. Hátíðin stendur hún alla helgina, fram á sunnudag. Hún hófst fyrr í dag með tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju en nú í kvöld verða stórtónleikar í menningarhúsinu Tjarnarborg og síðan kemur hver viðuburðurinn á eftir öðrum.

Helgi Jóns tíðindamaður okkar fyrir norðan sýnir okkur af því.