Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan

Draumaverkefnið er enn eftir segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios sem nú stýrir uppbyggingu kvikmyndaþorpsins í Gufunesi. Það verður fremst í flokki í Evrópu í gæðum segir hann í samtali við Lindu Blöndal á Fréttavaktinni.

Gríðarlega verðmæt landkynning kom fram í Íslandsþáttunum af Piparsveininum eða The Bachelor, segir sérfræðingur Fréttablaðsins um þáttinn. Leit á Netinu af efni þáttanna fór á stórkostlegt flug í kjölfari þáttarins.

Gunnar Nelson er sigurviss segir fréttaritari okkar, Aron Guðmundsson, blaðamaður á Fréttablaðinu sem staddur er í Lundúnum en þar keppir Gunnar eftir langt hlé á ný á laugardaginn. Hörður Snævar Jónsson, umsjónarmaður þáttarins 433.is á Hringbraut var í sambandi við Aron.

Veðurspá Sigga storms í dag er þessi fyrir helgina:

Í kvöld og fyrramálið verða í gildi gular vinda, ofankomu og skafrennings viðvaranir þó ekki norðaustast og austast. Eftir hádegi fer að draga úr vindi, 5-10 m/s síðdegis með snjókomu eða slyddu suðaustan og austan til. Hiti 0-5 stig, mildast austan til.

Á laugardag verður yfirleitt hæg breytileg átt. Rigning eða slydda á láglendi austanlands og stöku él gætu fallið um landið vestanvert annars þurrt. Hiti verður um eða yfir frostmarki.

Á sunnudag verður áfram fremur hæg breytileg átt. Snjókoma eða slydda austanlands