Fréttavaktina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan:

Mikil þörf er á að finna langtímahúsnæði fyrir flóttafólkið frá Úkraínu en á hverjum degi koma hingað um 30 einstaklingar, segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttafólksins. Úrræði Útlendingarstofnunar séu sprungin.

Hópurinn sem berst fyrir rannsókn á vöggustofumálinu er mjög óánægður með hvaða leið borgaryfirvöld ætla að fara með málið og hafa ekki sagt sitt síðasta við þau. Tveir úr hópnum, þeir Hrafn Jökulsson og Árni H. Kristjánsson tala máli hópsins á Fréttavaktinn í kvöld í samtali við Elínu Hirst.

Mér fannst vanta eitthvað í kryddið sem ég smakkaði hér, segir Safa Jemai, ung kona frá Túnis sem flytur inn handristað krydd sem móðir hennar vinnur í heimalandinu. Hún ræðir við Margréti Erlu Maack.

Heldur vetrarleg er veðurspá frá Sigga stormi:
Kröpp lægð vestan við landið stjórnar vetrarveðri á landinu öllu á morgun. Í gildi eru gular vinda- og ofankomu viðvaranir fyrir nóttina og á morgun.

Í nótt og á morgun verður suðaustan hvassviðri eða stormur með talsverðri snjókomu eða slyddu. Snýst smám saman til allhvassrar eða hvassrar suðvestan áttar með éljum, fyrst vestan til. Styttir smám saman upp á norðausturlandi þegar líður á morgundaginn. Frostlaust verður við ströndina í fyrstu en frystir smám saman.