Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.

Fréttavaktin verður að þessu sinni klukkustundar löng í kvöld og fjallar um þá ríkisstjórn sem kynnt var í gær og stjórnarsáttmála hennar undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, líkt og áður.

Mikil uppstokkun er á ráðuneytum og ráðherrastólum.

Rætt er við Katrínu, forsætisráðherra sem m.a. svarar því til að Vinstri græn hafi á sínum tíma ekki sóst eftir heilbrigðisráðuneytinu og því ekki að missta í þeim skilningi einhver ráðuneyti, en Framsókn fer nú með þann málaflokk.

Einnig eru teknir tali forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna, Pírata, Flokks fólksins, Viðreisnar og Samfylkingar sem og tvo nýja ráðherra, annars vegar heilbrigðismála, Willum Þór Þórsson og nýskipaðan umhverfismálaráðherra, Guðlaug Þór Þórðarsson sem fer nú með ráðuneytiu umhverfis-, orku og loftslagsmála.

Umsjón með þættinum hafa Elín Hirst, Linda Blöndal og Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Veðurspáin fyrir morgundaginn, þriðjudag er þessi: Hann verður norðanstæður á morgun, 3-8 m/s. Víða él en styttir upp eftir hádegi suðvestan til og léttir til. Úrkomulítið sunnanlands annað kvöld. Frost 0-8 stig, mildast syðst.